Byssumaður yfirbugaður í Hnífsdal

Frá vettvangi við Bakkaveg í Hnífsdal
Frá vettvangi við Bakkaveg í Hnífsdal mbl.is/Halldór

Sérsveit lögreglunnar hefur yfirbugað byssumann sem skaut að konu sinni við Bakkaveg í Hnífsdal. Samkvæmt upplýsingum Fréttavefjar Morgunblaðsins ræddu sérsveitarmenn við manninn á tröppum hússins í um fimmtán mínútur. Eru þeir nú komnir inn í húsið en ekki er vitað að öðru leyti hver staða mála er.

Hefur viðbúnaðarstigi verið aflétt við Bakkaveg í Hnífsdal en nágrannar hjónanna heyrðu skothvell á ellefta tímanum í kvöld. Konan náði að flýja manninn og komst heil á húfi í öruggt skjól.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert