Ekki allir á eitt sáttir um gæði auðkennislyklanna

Auðkennislykill
Auðkennislykill mbl.is/Árni Sæberg
Eft­ir Ylfu Krist­ínu K. Árna­dótt­ur

ylfa@mbl.is

Nokkuð hef­ur borið á göll­um í auðkenn­islykl­un­um sem dreift var til not­enda heima­banka í vor.

Svo virðist sem hluti send­inga hafi inni­haldið gallaða lykla, seg­ir Guðjón Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja. Það sem helst hafi borið á hjá fólki sé að annaðhvort frjósi skjár­inn eða gúmmí á enda tæk­is­ins losni af. Þegar það ger­ist, seg­ir Guðjón, eigi fólk að snúa sér til síns banka eða spari­sjóðs og fá nýj­an lyk­il send­an um hæl.

Enn sem komið er eru auðkenn­islykl­arn­ir gjald­frjáls­ir en týni fólk lykl­un­um eða skemmi þá þarf að greiða fyr­ir nýj­an. Sé um galla að ræða fær fólk nýj­an lyk­il án end­ur­gjalds. Sé ein­hver vafi fyr­ir hendi tel­ur Guðjón hann ef­laust túlkaðan viðskipta­vin­in­um í hag. Þó bank­arn­ir séu ekki bún­ir að setja inn í gjald­skrár sín­ar hvað greiða skuli fyr­ir auðkenn­islykl­ana seg­ir Guðjón það lík­lega standa til. Hann hef­ur þó enga trú á því að reynt verði að ná inn tekj­um af lykl­un­um held­ur greiði fólk lág­marks­kostnað. Verð á lykl­un­um verði al­ger­lega á valdi hvers banka og spari­sjóðs en Guðjón tel­ur upp­hæðina frek­ar hlaupa á nokkr­um hundruðum en þúsund­um.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert