Ekki allir á eitt sáttir um gæði auðkennislyklanna

Auðkennislykill
Auðkennislykill mbl.is/Árni Sæberg
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur

ylfa@mbl.is

Nokkuð hefur borið á göllum í auðkennislyklunum sem dreift var til notenda heimabanka í vor.

Svo virðist sem hluti sendinga hafi innihaldið gallaða lykla, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja. Það sem helst hafi borið á hjá fólki sé að annaðhvort frjósi skjárinn eða gúmmí á enda tækisins losni af. Þegar það gerist, segir Guðjón, eigi fólk að snúa sér til síns banka eða sparisjóðs og fá nýjan lykil sendan um hæl.

Enn sem komið er eru auðkennislyklarnir gjaldfrjálsir en týni fólk lyklunum eða skemmi þá þarf að greiða fyrir nýjan. Sé um galla að ræða fær fólk nýjan lykil án endurgjalds. Sé einhver vafi fyrir hendi telur Guðjón hann eflaust túlkaðan viðskiptavininum í hag. Þó bankarnir séu ekki búnir að setja inn í gjaldskrár sínar hvað greiða skuli fyrir auðkennislyklana segir Guðjón það líklega standa til. Hann hefur þó enga trú á því að reynt verði að ná inn tekjum af lyklunum heldur greiði fólk lágmarkskostnað. Verð á lyklunum verði algerlega á valdi hvers banka og sparisjóðs en Guðjón telur upphæðina frekar hlaupa á nokkrum hundruðum en þúsundum.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert