Forstjóri Bechtel viðstaddur opnun álvers

Eftir Halldóru Þórsdóttur

halldorath@mbl.is

Formlegri opnun nýs álvers Alcoa Fjarðaáls verður fagnað á Reyðarfirði í dag. Bandaríska verktakafyrirtækið Bechtel hefur séð um byggingu álversins. Í tilefni opnunarinnar er stjórnarformaður og forstjóri fyrirtækisins, Riley Bechtel, staddur hér á landi. Bechtel hefur komið tvisvar til Íslands áður, nú síðast í ágúst, en hann flýgur til Egilsstaða á morgun. Bechtel hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1981 og gegnt lykilstöðum innan þess síðan 1996.

Ítarlegt viðtal er við forstjóra Bechtel í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert