Frítt í sund í dag

Í dag, laug­ar­dag­inn 9. júní er frítt í sund en Sím­inn og Sund­sam­band Íslands (SSÍ) standa fyr­ir sund­hátíðinni „All­ir í sund“ í dag. Alls tek­ur 41 sundstaður þátt í sund­hátíðinni, þar á meðal all­ar sund­laug­ar á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt flest­um sund­laug­um í stærri bæj­um lands­ins.

Finna má ít­ar­leg­an lista yfir þær laug­ar sem taka þátt í verk­efn­inu á www.sim­inn.is, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Auk þess sem boðinn er frír aðgang­ur í laug­arn­ar verður ým­is­legt gert til skemmt­un­ar á laug­ar­dag­inn. Á milli kl. 13 og 16 munu ung­menni frá sund­fé­lög­un­um bjóða upp á sund­kennslu og standa fyr­ir ýms­um leikj­um og eiga sund­laug­ar­gest­ir kost á því að vinna sér inn verðlaun með þátt­töku í leikj­un­um. Þá verður spiluð sum­ar­tónlist fyr­ir sund­laug­ar­gesti auk þess sem gest­um sund­laug­anna verður boðið upp á hress­ingu.

Sund­hátíðin er liður í sam­starfi Sím­ans og SSÍ, sem hófst 8. maí þegar skrifað var und­ir sam­starfs­samn­ing sem miðar að því að auka áhuga al­menn­ings á sundíþrótt­inni, hvetja lands­menn til þess að fara í sund, stunda holla hreyf­ingu, hress­andi úti­veru og and­lega upp­lyft­ingu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

„Við und­ir­rit­un sam­starfs­samn­ings­ins þann 8.maí sl. tóku starfs­menn sig sam­an um að heita á Sím­ann um fjár­styrk gegn því að starfs­fólkið synti eða tæki þátt í ýms­um sund­leikj­um til styrkt­ar góðu mál­efni. Sím­inn tók áheit­inu og í kjöl­farið söfnuðu starfs­menn 3,5 millj­ón­um króna sem ákveðið var að myndu renna til sund­deild­ar Íþrótta­sam­bands fatlaðra. Rúm­lega helm­ing­ur allra starfs­manna Sím­ans tók þátt í Sund­k­arni­vali Sím­ans sem fór fram í Laug­ar­dals­laug­inni en auk þess fóru 58 frísk­ir starfs­menn í sjó­sund í Naut­hóls­vík­inni og settu Íslands­met í sjó­sundi þann dag," sam­kvæmt til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert