Kaflaskil á Austurlandi

Vígsluhátíð Alcoa Fjarðaáls verður haldin í dag.
Vígsluhátíð Alcoa Fjarðaáls verður haldin í dag. mbl.is/ÞÖK
Eft­ir Gunn­ar Pál Bald­vins­son

gunnar­pall@mbl.is

„Við þurf­um að passa upp á að þetta verði ekki eins og á tog­ara­ár­un­um og þessi þrjú ár sem liðin eru verði bara eins og vertíð. Það verður að halda áfram og byggja eitt­hvað nýtt. Fjarðabyggð má ekki stoppa."

Þessi orð Ásmund­ar Ásmunds­son­ar, fast­eigna­sala í Fjarðabyggð, við Morg­un­blaðið í gær, lýsa e.t.v. vel því and­rúms­lofti sem nú rík­ir á Reyðarf­irði og raun­ar í byggðunum öll­um nærri ál­veri Alcoa. All­ir virðast gera sér grein fyr­ir því að upp­bygg­ing svæðis­ins er nú fyrst að byrja og sú gríðarlega þensla sem verið hef­ur á svæðinu var ein­ung­is tíma­bund­in.

"Það sem mestu skipt­ir er að hug­ar­far fólks­ins hef­ur breyst. Nú tel­ur það gott að búa á Aust­ur­landi og velt­ir því ekki fyr­ir sér hvort það eigi að flytja burtu," seg­ir Smári Geirs­son og Samú­el Sig­urðsson, rekstr­ar­stjóri Olís, seg­ir mik­il­vægt að byggt verði upp öfl­ugt tækn­i­sam­fé­lag við Reyðarfjörð. Ekki sé nóg að byggja bara ál­ver og halda að það leysi all­an vanda. Mennt­un og tækniþekk­ingu þarf til að ný­sköp­un eigi sér stað.

Bjart­sýni ein­kenn­ir hug flestra á svæðinu til framtíðar­inn­ar. Þótt at­vinnu­fram­boð hafi verið mikið vegna fram­kvæmd­anna mun nú reyna á hvernig at­vinnu­lífið bygg­ist upp á svæðinu í kring­um stóriðjuna. Nú þegar er farið að skipu­leggja stækk­un hafn­ar­inn­ar og ýmis fyr­ir­tæki sjá þar sókn­ar­færi. Hvert svo sem farið er lýs­ir fólk mik­il­vægi til­komu stóriðjunn­ar. "Ástandið var afar dap­urt árin áður en ákvörðunin var tek­in. Fólk trúði því raun­ar ekki að þetta myndi verða fyrr en fram­kvæmd­ir við ál­verið sjálft hóf­ust, jafn­vel þótt virkj­un­ar­fram­kvæmd­irn­ar væru komn­ar vel af stað," seg­ir Ásmund­ur.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert