Óskilamunir fyrir tugi milljóna í grunnskólunum

Frá Háteigsskóla
Frá Háteigsskóla mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur

elva@mbl.is

Skólaárinu er lokið í grunnskólum borgarinnar og nemendur komnir í frí. Ýmislegt í eigu grunnskólabarna fylgir þeim þó ekki á vit sumarsins, en geymslur skólanna eru víðast fullar af alls kyns óskilamunum sem safnast hafa upp í vetur. Þar er að finna allt frá húfum og treflum upp í skólatöskur og dýran hlífðarfatnað.

"Mér finnst sorglegt að sjá hvað það eru mikil verðmæti sem virðast fara forgörðum," segir Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri í Háteigsskóla, um þann fjölda óskilamuna sem þar er að finna að kennsluárinu loknu. "Þetta hefur verið að aukast jafnt og þétt á undanförnum árum og við tengjum þetta við velmegunina," segir hann.

Allt talið og flokkað

Þegar Ásgeir áttaði sig á magni óskilamunanna í Háteigsskóla í vor, fékk hann starfsfólk skólans til þess að telja alla hlutina og meta verðmæti þess sem skilið hafði verið eftir. "Við settum, að við töldum, hóflegt mat á hvern flokk. Við vorum að reyna að halda okkur við það sem við töldum eðlilegt verð á þessum hlutum." Var áætlað verð á hverja úlpu 5.000 krónur, 400 krónur á vettlinga og 3.000 krónur á peysur, svo dæmi séu tekin.

2.500 krónur á hvert barn hafa tapast í vetur

Niðurstöður talningarinnar og verðmatsins hjá starfsfólki Háteigsskóla reyndust vera nokkuð sláandi. Samkvæmt útreikningum þeirra er verðmæti þeirra muna sem grunnskólabörn glötuðu í skólanum í vetur rúm ein milljón króna. Um 400 nemendur eru í skólanum og því má áætla að hver þeirra hafi að meðaltali tapað munum í skólanum fyrir um 2.500 krónur í vetur. Foreldrum hafi svo verið sendar þessar upplýsingar í tölvupósti og hafi það ýtt við mörgum.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert