Sérsveit lögreglunnar kölluð út vegna vopnaðs manns í Hnífsdal

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar með menn úr sér­sveit lög­regl­unn­ar var send til Hnífs­dals á tólfta tím­an­um í kvöld þar sem vopnaður maður skaut að eig­in­konu sinni. Sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­vefjar Morg­un­blaðsins komst kon­an í ör­uggt skjól ómeidd en á þess­ari stundu eru sér­sveit­ar­menn að um­kringja hús manns­ins við Bakka­veg í Hnífs­dal þar sem maður­inn er vopnaður.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Frétta­vefjar Morg­un­blaðsins heyrðu ná­grann­ar hjón­anna skot­hvell á ell­efta tím­an­um og leituðu eft­ir aðstoð lög­reglu.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar lenti með sér­sveit­ar­menn­ina við Hnífs­dals­bryggju skömmu eft­ir miðnætti og eins og áður sagði er sér­sveit­in að um­kringja húsið þar sem maður er inn­an­dyra vopnaður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert