Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Frá vettvangi í nótt
Frá vettvangi í nótt mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Í kvöld féllst Héraðsdómur Vestfjarða á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að manninum sem lögreglan handtók í Hnífsdal í nótt sem leið, yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi til föstudagsins 15. júní nk. Krafan var gerð í þágu rannsóknarhagsmuna en rannsókn málsins miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Maðurinn er talinn hafa hleypt af byssu á heimili sínu í nótt í átt að eiginkonu sinni. Sérsveit lögreglunnar var send vestur í Hnífsdal um miðnætti í gær til að yfirbuga manninn. Maðurinn var mjög ölvaður er sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert