Valgerður kjörin varaformaður Framsóknarflokksins

Guðni Ágústsson og Valgerður Sverrisdóttir
Guðni Ágústsson og Valgerður Sverrisdóttir mbl.is/Sverrir

Valgerður Sverrisdóttir var í dag kjörin varaformaður Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi flokksins á Grand Hótel í dag. 101 greiddi atkvæði og voru 6 atkvæði auð eða ógild. Valgerður fékk 85 atkvæði, eða 89,5%, hún var ein í framboði en fimm greiddu engu að síður Finni Ingólfssyni og fékk Siv Friðleifsdótir einnig fimm atkvæði.

Valgerður sagði að eftir fundinn stæði sú mikla samheldni og kraftur og vilji til að byggja upp að nýju eftir erfiðar kosningar. Þetta kemur fram á vefsíðu Framsóknarflokksins. Sagðist Valgerður hafa gefið Framsókn mikið af sínu lífi en fengið margt í staðinn. Henni hafi verið treyst til góðra verka af félögum sínum í flokknum og fyrir það sé hún þakklát.

Valgerður Sverrisdóttir
Valgerður Sverrisdóttir mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert