100 milljónir í hagnað

Þorgeir Pálsson
Þorgeir Pálsson Jim Smart

Talið er að jákvæð afkoma af uppbyggingarverkefni sem flugmálastjórn og Flugstoðir ohf. taka þátt í á alþjóðaflugvellinum í Pristina í Kosovo nemi um 100 milljónum króna fyrir síðustu 3 ár. Forstjóri Flugstoða, Þorgeir Pálsson, segir hins vegar óeðlilegt að ræða um gróða í þessu samhengi.

"Við fengum enga fjármuni frá hinu opinbera í þetta verkefni og það hefur alltaf legið fyrir að við mættum ekki líða fjárhagslegt tap af þessari starfsemi. Þessum rekstri fylgir hins vegar ýmis áhætta, til dæmis gengisáhætta og svo hefur verið talsverður órói á svæðinu, sem við verðum að geta brugðist við ef í harðbakka slær," segir Þorgeir.

Frá því að flugmálastjórn, og síðan Flugstoðir ohf., tóku við því hlutverki að beiðni Sameinuðu þjóðanna að vera bakhjarl Pristina-flugvallar hafa 6.300 vinnustundir verið unnar af starfsmönnum þeirra í tengslum við verkefnið og samtals um 70 starfsmenn Flugstoða hafa farið til Pristina til að sinna þessum verkefnum. Flestar voru vinnustundirnar árið 2005, þegar umsvif Íslendinga á flugvellinum voru sem mest.

Íslensku starfsmennirnir annast eftirlit með starfsemi flugvallarins í Pristina, auk þess sem þeir veita heimamönnum ráðgjöf um rekstur og endurbætur á flugvellinum.

Ávinningurinn | 8

Í hnotskurn
» Fimm íslenskir starfsmenn eru í Kosovo um þessar mundir á vegum Flugstoða ofh.
» Starfsleyfi flugvallarins er gefið út samkvæmt heimild frá Flugmálastjórn Íslands en Flugstoðir ohf. bera ábyrgð á allri flugumferðarstjórn á flugvellinum í Pristina.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert