Flugfélag Íslands bauð eitt í flug til Eyja

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti

Í dag var opnað tilboð í flugleiðina milli lands og Eyja hjá Ríkiskaupum. Búist var við því að Flugfélag Íslands myndi bjóða í flugleiðina auk þess sem orðrómur var uppi að aðilar hygðust kaupa Dornier flugvélar Landsflugs og bjóða í flugleiðina. Aðeins Flugfélag Íslands bauð hins vegar í flugleiðina en samkvæmt heimildum www.sudurland.is þurfti 30 sæta flugvél til að uppfylla útboðskröfur en Dornier vélar eru aðeins 19 sæta.

Flugfélagið skilaði inn tveimur tilboðum sem miðuðust við mismunandi forsendur en samningstíminn eru 2 ár og tveir mánuðir til viðbótar. Fyrra tilboðið hljóðaði upp á tæpar 220 milljónir en tilboð tvö upp á tæpar 184 milljónir og mun Flugfélag Íslands því væntanlega halda áfram áætlunarflugi á flugleiðinni.

Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði annars vegar upp á tæpar 171 milljón króna og hins vegar rúmar 159 milljónir.

Tilboð FÍ:

T1 kr. 219.791.968

T2 kr. 183.999.256

Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar:

T1 kr. 170.882.375

T2 kr. 159.191.556.

Sudurland.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka