Fyrrverandi áhöfn Engeyjar færir Stígamótum gjöf

Eyþór Árnason

Fyrrverandi áhöfn á Engey RE 1 sem telur 48 manns, hefur afhent Stígamótum starfsmannasjóð sinn sem er rúmlega hálf milljón króna eftir starfsmannafélagið var leyst upp og Engey RE1 var seld úr landi.

  Í fréttatilkynningu frá Stígamótum kemur fram að slíkur stuðningur er ómetanlegur fyrir starfsemi Stígamóta. „Ekki bara vegna þess að fjármagn er nauðsynlegt til reksturs og samfélagsvinnu, heldur líka vegna þess móralska stuðnings sem í gjöfinni felst.  Stuðningur frá karlahópum er merki þess að kynferðisofbeldi er ekki lengur alfarið á höndum kvenna, heldur er samfélagið allt að taka við sér og taka aukna ábyrgð á málum.  Sú þróun vekur bjartsýni," samkvæmt fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert