Leit að tveimur kajakræðurum stendur enn

Leitað á Faxaflóa.
Leitað á Faxaflóa. mbl.is/Hilmar Bragi.

Björgunarsveitir leita enn að tveimur kajakræðurum sem saknað er á Faxaflóa. Leitin hófst síðdegis í gær. Ræðararnir lögðu upp frá Garðskaga á laugardagsmorgun, að því er best er vitað, og ætluðu yfir Faxaflóa að Snæfellsnesi. Búist var við þeim þangað í fyrrakvöld eða gærmorgun, en þegar þeir skiluðu sér ekki bað tengiliður þeirra í landi um aðstoð.

Kajakræðararnir eru mjög reyndir og vel útbúnir á allan hátt, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Veður á svæðinu hefur verið gott. Í fyrradag var þó þokuslæðingur á Faxaflóa. Lögregla biður alla sem hafa orðið varir við gulan og hvítan kajak og einn silfraðann á leiðinni frá Reykjavík og vestur á Snæfellsnes að hafa samband við lögreglu í gegnum Neyðarlínuna í síma 112.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert