Óbreytt stefna um hvalveiðar

Eftir Unu Sighvatsdóttur

unas@mbl.is

Einar K. Guðfinnsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sér ekki fram á neina stefnubreytingu hjá nýrri ríkisstjórn á næstunni varðandi hvalveiðar. Þetta segir hann þrátt fyrir að Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra lýsi sig andvíga hvalveiðum í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í gær.

"Ég þekki alveg viðhorf Þórunnar og mér finnst hún lýsa sínum skoðunum með yfirveguðum hætti. Þetta er mál sem við munum eflaust fjalla um þegar það er tímabært í ríkisstjórninni en ég hef engar sérstakar áhyggjur hvað það varðar," segir Einar. Hann segir reglugerðina frá 17. október 2006 gilda út þetta fiskveiðiár, það er að segja til 1. september, en ekki liggi fyrir hvort og hvenær þau mál verði endurskoðuð á Alþingi. Hvalveiðarnar hafi hins vegar gengið mjög vel hingað til.

Erfið og sársaukafull umræða

"Fyrir mér eru hvalveiðarnar einfaldlega hluti af auðlindanýtingu okkar," segir Einar og hann áréttar að hvalveiðar séu í samræmi við íslensk og erlend lög. Komist menn hins vegar að þeirri niðurstöðu, að þess háttar atvinnurekstur skuli ekki stunda á Íslandi, þá sé augljóst að slíkt bann muni einnig ná til annarra atvinnugreina en hvalveiða.

Í hnotskurn
» Stjórnvöld veittu leyfi fyrir veiðum á níu langreyðum og 30 hrefnum í atvinnuskyni á veiðiárinu 2006/2007 og gildir leyfið út fiskveiðiárið eða til 1. september nk.
» Alls hafa veiðst sjö langreyðar og tvær hrefnur það sem af er tímabilinu samkvæmt upplýsingum Hafrannsóknastofnunar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert