Dragnótabáturinn Dalaröst ÞH 40 frá Húsavík fékk veiðafærin í skrúfuna í dag þar sem báturinn var að veiðum á Öxarfirði. Að sögn Jóns Hermanns Óskarssonar stýrimanns á Dalaröstinni var það um þrjúleytið í dag sem óhappið vildi til, bakborðstógið fór í skrúfuna og við það varð báturinn aflvana.
Dragnótabáturinn Sæborg ÞH 55 frá Húsavík var á veiðum á svipuðum slóðum og kom fljótlega til aðstoðar.
Komið var tóg á milli á milli bátanna og Sæborgin dró Dalaröstina til Húsavíkur. Komu þeir til hafnar á áttunda tímanum í kvöld þar sem kafari beið á bryggjunni til að losa tógið úr skrúfunni.