Sautján ára piltur tekinn á 150 km hraða

Lögreglan á Seyðisfirði og Eskifirði héldu úti sameiginlegu umferðareftirliti á laugardaginn. Þurfti meðal annars að hafa afskipti af sautján ára pilti en bifreið hans mældist á 149 km hraða í Fagradal, þar sem hámarkshraði er 90 km.

Pilturinn var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur hann á þeim stutta tíma sem hann hefur haft ökuréttindi verið tekinn tvívegis fyrir of hraðan akstur.

Jafnframt var nokkuð um hraðakstur á Suðurnesjum um helgina. Á laugardag voru t.a.m. þrír ökumenn teknir fyrir að aka yfir leyfilegum hraða á Reykjanesbraut. Sá er greiðast ók var mældist á 135 km hraða. Á brautinni er hámarkshraði hins vegar 90 km á klukkustund.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert