Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins sendi kajakfólkið tölvupóst í gegnum gervihnattasíma með upplýsingum um hvar það væru statt. En það sendi póstinn á rangt netfang og því bárust engar upplýsingar um hvernig því miðaði ferðalagið. Það hafði ætlað að hringja og láta vita af sér en gerðo það ekki, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.
Kajakfólkið sem leitað var að fannst heilt á húfi við Sjöundá á Rauðasandi á ellefta tímanum í morgun. Kajakfólkið, kona og karl, hafði tjaldað við bæinn og amaði ekkert að því og voru það mjög undrandi á öllu umstanginu en um tvö hundruð björgunarsveitarmenn frá þriðja tug björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar höfðu leitað þeirra.