Dregg shipping á Akureyri og verður í siglingum um strandlengjuna auk þess sem það mun sigla til Danmerkur og Eystrasaltslandanna. Að sögn blaðsins kemur skipið við á Ísafirði á 18 til 20 daga fresti og verður hægt að flytja vörur beint til og frá útlöndum án þess að þeim sé skipað upp í Reykjavík.
Bjarni Sigurðsson,framkvæmdastjóri Dregg shipping, segir í blaðinu það vera mikið hagsmunamál fyrir landsbyggðina að strandsiglingar haldist við lýði sem og millilandasiglingar milliliðalaust til og frá landbyggðinni.