Bankaráð Seðlabankans gagnrýnt á Alþingi

Bankaráð Seðlabankans var harðlega gagnrýnt á Alþingi í morgun fyrir launahækkanir seðlabankastjóranna sem bankaráð Seðlabankans ákvað í síðustu viku. Þingmenn Samfylkingarinnar gengu harðast fram í gagnrýni sinni og sögðu hækkanirnar óhóflegar. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV.

Í umræðum um störf þingsins í upphafi þingfundar í morgun gerði Kristinn H Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, launahækkanir Seðlabankastjóra að umræðuefni. Kristinn vísaði til þess að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn varaði í gær við ofþenslu, lausatöku með hagstjórn og að sjóðurinn hvetti til að hemill væri hafður á launahækkunum.

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi einnig tvískinnung Seðlabankans sem sendir jafnan skilaboð um aðhald og hert tök í ríkisrekstri, að því er segir á vef RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka