Átta ára gamall drengur gleypti fimm krónu pening í sundlaug Hveragerðis í dag. Peningurinn skorðaðist þannig að drengurinn gat talað og andað með góðu móti, en kallað var á sjúkralið til þess að koma í veg fyrir skemmdir í vélinda, samkvæmt ráðleggingum starfsfólks neyðarlínunnar 112. Drengurinn kastaði peningnum að lokum upp og varð ekki meint af, að sögn Arnfríðar Þráinsdóttur, forstöðumanns sundlaugarinnar.