Ísland séð utan úr geimi

Ís og snjór er merktur með rauðum lit.
Ís og snjór er merktur með rauðum lit. NASA

Á mynd­inni, sem MOD­IS-gervi­tunglið Terra tók í dag kl. 13., sést geisl­un sem mannsaugað nem­ur ekki. Hægt er að greina mun á ís og snjó ann­ars veg­ar og skýj­um hins­veg­ar (geisl­un frá snjó og ís birt með rauðum lit). Ingi­björg Jóns­dótt­ir, land­fræðing­ur og dós­ent, sem vinn­ur að haf­ís­rann­sókn­um við Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands, seg­ir þetta vera mjög gagn­leg­an eig­in­leika við eft­ir­lit á haf­ís, snjó og jökl­um.

Ingi­björg bend­ir á að und­an­far­in ár hafi mik­ill þör­unga­blómi gert vart við sig á Faxa­flóa og víðar upp úr miðjum júní. Það verði því for­vitni­legt að fylgj­ast með því næstu daga. Lítið sést hins­veg­ar af þör­unga­blóma á meðfylgj­andi mynd­um.

Þör­unga­blómi verður til þegar vatna­svæði ofauðgast af völd­um of mik­ils inn­streym­is nær­ing­ar­efna. Þá fjölg­ar þör­ung­um gríðarlega hratt í vatn­inu og valda súr­efn­is­skorti í því, þar sem þeir nota mikið súr­efni. Þegar þör­ung­arn­ir drep­ast verður súr­efn­is­notk­un­in enn meiri, því mikið magn súr­efn­is fer í rotn­un. Þannig get­ur þör­unga­blómi snar­minnkað líf­væn­leika hafsvæða á skömm­um tíma.

NASA
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert