Ísland séð utan úr geimi

Ís og snjór er merktur með rauðum lit.
Ís og snjór er merktur með rauðum lit. NASA

Á myndinni, sem MODIS-gervitunglið Terra tók í dag kl. 13., sést geislun sem mannsaugað nemur ekki. Hægt er að greina mun á ís og snjó annars vegar og skýjum hinsvegar (geislun frá snjó og ís birt með rauðum lit). Ingibjörg Jónsdóttir, landfræðingur og dósent, sem vinnur að hafísrannsóknum við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir þetta vera mjög gagnlegan eiginleika við eftirlit á hafís, snjó og jöklum.

Ingibjörg bendir á að undanfarin ár hafi mikill þörungablómi gert vart við sig á Faxaflóa og víðar upp úr miðjum júní. Það verði því forvitnilegt að fylgjast með því næstu daga. Lítið sést hinsvegar af þörungablóma á meðfylgjandi myndum.

Þörungablómi verður til þegar vatnasvæði ofauðgast af völdum of mikils innstreymis næringarefna. Þá fjölgar þörungum gríðarlega hratt í vatninu og valda súrefnisskorti í því, þar sem þeir nota mikið súrefni. Þegar þörungarnir drepast verður súrefnisnotkunin enn meiri, því mikið magn súrefnis fer í rotnun. Þannig getur þörungablómi snarminnkað lífvænleika hafsvæða á skömmum tíma.

NASA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert