Mótmælendur við álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði

Mótmælendur við áver Alcoa-Fjarðarál
Mótmælendur við áver Alcoa-Fjarðarál mbl.is/HG

Fimm manns tóku sér stöðu um ellefu leytið í morgun á svæði við álver Alcoa-Fjarðaáls og halda uppi mótmælaborða. Heimildir fréttavefjar Morgunblaðsins herma að um íslenska mótmælendur sé að ræða sem standi fyrir friðsamlegum mótmælum.

Mótmælendurnir fimm standa á svæði sem þeim var heimilað að vera á í samráði við forsvarsmenn Bechtel og hafa staðið þar um klukkutíma. Þeir halda meðal annars á lofti borða sem á stendur „ Drekkjum Álgerði".

Björn S. Lárusson, samskiptastjóri Bechtel sagði um friðsamleg mótmæli væri að ræða, „Við höfum aldrei gert athugasemdir við friðsamleg mótmæli, enda er fólki frjálst að mótmæla" sagði Björn.

Þess má geta að í fyrra útbjó Bechtel sléttað svæði beint á móti innkeyrslu inn í álverið þar sem mótmælendur gætu tekið sér stöðu og eru mótmælendurnir þar nú.

Ekki hefur náðst í lögregluna á Eskifirði vegna málsins

Mótmælendur við álver Alcoa-Fjarðaráls
Mótmælendur við álver Alcoa-Fjarðaráls mbl./HG
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert