Rúmlega 40% höfuðborgarbúa sækja nær aldrei verslun í miðborg Reykjavíkur

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Um fimmtungur Reykvíkinga eða 20,9% sækir aldrei verslun í miðborg Reykjavíkur en 22,7% segjast gera það sjaldnar en einu sinni í mánuði. Þetta þýðir að samanlagt 43,6% fara sjaldnar en einu sinni í mánuði eða aldrei í miðborgina til að sækja verslun. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Capacent Gallup hefur unnið fyrir Reykjavíkurborg.

Þegar horft er til íbúa nágrannasveitarfélaganna er svipað uppi á teningnum og í höfuðborginni. Þar segjast 23,0% aldrei sækja verslun í miðborg Reykjavíkur og 37,8% sjaldnar en einu sinni í mánuði. Þetta þýðir að samanlagt 60,8% íbúa nágrannasveitarfélaganna sækja nær aldrei verslun í miðborg Reykjavíkur.

Af landinu öllu segjast 26,2% aldrei sækja verslun í miðborginni og samanlagt 63,7% sjaldnar en einu sinni í mánuði eða aldrei.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert