Smábátaeigendur krefjast endurskoðunar á aðferðafræði Hafró

Smábátar í Húsavíkurhöfn
Smábátar í Húsavíkurhöfn Mynd/HH

Stjórn Landssambands smábátaeigenda (LS)hafnar því að ástand þorskstofnsins sé jafn aumt og Hafró vilji láta vera. Þetta kemur fram í ályktun sambandsins sem það hefur sent frá sér. Segir í ályktuninni að reynsla langflestra innan smábátaútgerðarinnar sé að staða þorskstofnsins sé óvanalega góð og vel hafi tekist til við uppbyggingu hans. Segja smábátaeigendur því óhjákvæmilegt að aðferðafræði Hafró verði endurskoðuð frá grunni og hvetja til samkeppni í hafrannsóknum við Íslandsstrendur.

Stjórn LS hélt stjórnarfund þann 5. júní, þremur dögum eftir að Hafrannsóknarstofnunin birti ráðgjöf sína fyrir komandi fiskveiðiár. Fékk stjórn LS forstjóra og sérfræðinga Hafrannsóknarstofnunarinnar og sjávarútvegsráðherra til að koma á fundinn. Eftir þær samræður ákvað stjórn LS að ítreka fyrri áskoranir sínar til sjávarútvegsráðherra þess eðlis að gefa út jafnstöðuafla í þorski upp á 220 þúsund tonn fyrir a.m.k. 3 næstu fiskveiðiár. Að auki lagði stjórn LS það til að aðferðafræði Hafrannsóknastofnunarinnar verði endurskoðuð frá grunni ásamt því að skapaður verði grundvöllur fyrir samkeppni í hafrannsóknum við Íslandsstrendur.

Ályktun Landssamband smábátaeigenda

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert