Sumarhús stærri og fleiri

Sumarhúsum fjölgar sífellt
Sumarhúsum fjölgar sífellt mbl.is/Jónas Erlendsson

Mikil fjölgun hefur orðið á sumarhúsum síðastliðin ár. Byggingafulltrúar á Suðurlandi segja að álagið hafi aldrei verið jafnmikið og þetta sumar. Segja þeir að sumarhúsum hafi bæði fjölgað og þau einnig breyst.

Árið 1996 voru 7.600 frístundahús á landinu en voru orðin 10.400 í apríl í fyrra.

Tæpur helmingur sumarhúsa er á Suðurlandi og 35% allra frístundahúsa í landinu eru í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð.

Skipulagsáætlanir gera ráð fyrir að sumarhús á Suður- og Vesturlandi geti orðið allt að 64 þúsund.

Allt að sexfalt stærri bústaðir

Hilmar Einarsson er byggingafulltrúi uppsveita Árnessýslu og þar með beggja sveitarfélaganna. Hann segir ljóst að árið í ár verði metár hvað varðar uppbyggingu sumarbústaða, álagið hafi aldrei verið jafn mikið. Allt árið í fyrra voru reist 376 sumarhús en nú þegar er búið að reisa 123 á hans umsjónarsvæði.

Byggingafulltrúar eru sammála um að sumarhús fari ört stækkandi. Allt til 1998 var bundið í byggingareglugerð að sumarhús mættu ekki vera stærri en 50-60 fermetrar. Almennt eru húsin nú um helmingi stærri og nokkuð er um bústaði sem eru rúmlega 200 og allt upp í rúmlega 300 fermetrar að flatarmáli. Jafnframt hefur lagaramminn rýmkast hvað varðar hönnun á bústöðum. Bústaðir eru því fjölbreyttari í útliti og margs konar gerðir til. Hilmar segir að arkitektar séu nú mun oftar en áður fengnir til að hanna sumarbústaði og augljóst sé að meira fjármagn sé lagt í útlit þeirra en áður.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert