Æla, notaðir smokkar og rotnandi matarleifar tóku á móti gestum

Ógeðfelld aðkoma var að or­lofs­húsi VR á dög­un­um eft­ir að ung­ur fé­lags­maður hafði haft húsið til af­nota. Bjór- og vín­flösk­ur lágu um allt hús, rotn­andi mat­ar­leif­ar voru á borðum og vask­ar full­ir af drasli. Ekki var ástandið betra ut­an­dyra, þar sem notaðir smokk­ar héngu í trjá­grein­um og ælt hafði verið yfir vind­sæng sem lá þar enn, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um af heimasíðu VR. Lík­lega hafa gest­irn­ir ekki kunnað við sig þegar gamanið var búið og því ákveðið að leyfa ein­hverj­um öðrum að þrífa eft­ir sig.

Þór­unn Jóns­dótt­ir hef­ur yf­ir­um­sjón með or­lofs­hús­um VR. Hún seg­ir gróf til­felli sem þetta und­an­tekn­ing­ar, en þó hafi svona lagað auk­ist mikið á síðustu miss­er­um. Nú er svo komið að til­laga ligg­ur fyr­ir hjá stjórn VR um að setja 20 ára ald­urstak­mark á fé­lags­menn sem vilja leigja or­lofs­hús. Þór­unn seg­ir að helst komi svona lagað upp þegar ungt fólk á í hlut, annaðhvort fé­lags­menn eða börn fé­lags­manna. Hún seg­ir fólk yf­ir­leitt vita upp á sig sök­ina en það komi jafn­vel fyr­ir að það neiti öllu. "Víst þreif ég," sagði einn fé­lags­manna við hana í síma og skellti svo á.

"Þetta er ein­hver firr­ing sem er erfitt að átta sig á," seg­ir Þór­unn. "Það þarf að hrista upp í fólki og vekja það til um­hugs­un­ar. Við þurf­um að breyta þessu."

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert