Aflaheimildir rúmlega 300 fyrirtækja skertar

mbl.is

Yfir þrjú hundruð fyrirtæki þurfa að sæta því að aflaheimildir þeirra séu skertar um rúmlega 4,7% vegna byggðakvóta, línuívilnunar og bóta vegna skel og rækjubáta, en úthlutun stendur nú yfir fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Þetta kemur fram á vef LÍÚ.

Þær tegundir sem er verið að úthluta í tengslum við þessar millifærslur eru þorskur, ýsa, ufsi og steinbítur. Heildarúthlutun í þessum tegundum nemur 270.065 þorskígildistonnum, en skerðingin sem útgerðarfyrirtækin verða fyrir nemur 12.280 þorskígildistonnum.

Ef litið er á hlutfallslega skerðingu nemur hún allt að 4,7% af úthlutuðum afla hjá yfir helmingi fyrirtækjanna, en þau fyrirtæki sem verða fyrir mestri skerðingu eru þau fyrirtæki sem aðallega eru með aflaheimildir í þorski, ýsu, ufsa og steinbít. Að meðaltali verður hvert fyrirtæki fyrir um 2,5% skerðingu vegna þessarar úthlutunar.

Þau 10 fyrirtæki sem eru með mesta skerðingu í magni eru HB Grandi hf, Brim hf, Samherji hf, Þorbjörn hf, Vísir hf, FISK-Seafood hf, Rammi hf, Vinnslustöðin h f, Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf og Skinney-Þinganes hf. Skerðing hjá síðastnefnda fyrirtækinu er tæplega 277 þorskígildistonn, en af HB Granda hf. eru tekin 815 þorskígildistonn.

yYirlit yfir skerðingu aflaheimilda tæplega 600 fyrirtækja vegna byggðakvóta, línuívilnunar og bóta vegna skel og rækjubáta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert