Byssumaður áfram í gæsluvarðhaldi

Frá vettvangi við Bakkaveg í Hnífsdal á föstudagskvöldið
Frá vettvangi við Bakkaveg í Hnífsdal á föstudagskvöldið mbl.is/Halldór

Nú í morgun úrskurðaði Héraðsdómur Vestfjarða, að kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum, að fanginn sem verið hefur í gæsluvarðhaldi á Ísafirði síðan á laugardaginn var, skuli sæta gæsluvarðhaldi til 3. júlí nk.

Maðurinn sem um ræðir skaut á eftir konu sinni í Hnífsdal á föstudagskvöldið. Sérsveit lögreglunnar fór vestur og umkringdi húsið þar sem hann var vopnaður og mjög ölvaður. Á þriðja tímanum um nóttina gafst maðurinn upp og kom sjálfviljugur út úr húsinu.

Rannsókn málsins miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og er gert ráð fyrir að málið verði sent ríkissaksóknara til ákvörðunar innan örfárra daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert