Eitt stærsta skemmtiferðaskip heims í Reykjavíkurhöfn

Elísabet II, eitt stærsta skemmtiferðaskip heims liggur nú við Reykjavíkurhöfn. Skipið leggst nú að bryggju við Sundahöfn, en eftir að nýr hafnarbakki var tekinn í notkun og höfnin dýpkuð á síðasta ári geta stærstu skemmtiferðaskip lagst að bryggju en áður fóru farþegar skemmtiferðaskipa á milli hafnar og skips á bátum.

Von er á a.m.k. 60.000 ferðamönnum til Reykjavíkur í sumar með 75 skemmtiferðaskipum og hafa aldrei fleiri skip komið hingað á einu sumri.

Elísabet kom hingað frá Southhampton í Englandi, hún fer frá Reykjavík til Ísafjarðar og Akureyrar en heldur svo til Noregs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert