Geta ekki lengur heimsótt aldraða aðstandendur sína

Vífilsstaðir
Vífilsstaðir mbl.is/Þorkell Þorkelsson
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson

orsi@mbl.is

Daglegt líf starfsfólks hjúkrunarheimilisins á Vífilsstöðum, og ættingja sjúklinga þar, er nú komið í talsvert uppnám eftir að ákveðið var að hætta strætisvagnaferðum þangað. Nú þegar hefur að minnsta kosti ein starfskona boðað uppsögn sína vegna þess að ómögulegt er fyrir hana að komast í vinnuna. Næsta stoppistöð er nú við Garðatorg og þarf að ganga í gegnum nærfellt allan Garðabæ til að komast að Vífilsstöðum.

Til að gefa mynd af því ástandi sem blasir nú við ættingjum sjúklinga nefnir Ingibjörg Tómasdóttir, forstöðumaður Vífilsstaða, aðstæður nokkurra roskinna kvenna sem eiga eiginmenn á Vífilsstöðum. "Þær eru ekki á bíl og þurfa að komast með strætó. Þær hafa jafnvel valið mökum sínum pláss hér í trausti þess að strætósamgöngur yrðu fyrir hendi," bendir hún á. Segir hún þetta bagalegt því nú verði að keyra aðstandendurna í heimsóknir.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert