Hjólað frá Breiðdalsvík til Reykjavíkur

Mæðginin Helga Hrönn Melsteð og Eyþór Ingólfsson Melsteð lögðu af stað hjólandi frá Breiðdalsvík til Reykjavíkur fyrr í vikunni.

Þau gera ráð fyrir að vera átta daga á leiðinni miðað við eðlilegar aðstæður, en sá tími gæti styst ef aðstæður til hjólreiða verða hagstæðar.

Helga og Eyþór hafa með sér tjald og viðlegubúnað í ferðinni og reikna með því að láta þar nótt sem nemur.

Eyþór þurfti lítið að æfa sig fyrir ferðina. ,,Hann sefur nánast með hjólið milli fótanna," segir Helga móðir hans sem segist vera í nokkuð góðri æfingu.

,,Okkur datt þetta eiginlega í hug í fyrrasumar þegar við hjóluðum upp á Egilsstaði, rúmlega 80 kílómetra leið sem við fórum á sex tímum. Fyrsti áfanginn verður til Djúpavogs, milli 60 og 70 kílómetrar, það er þægileg fyrsta dagleið en alls eru rúmlega 600 kílómetrar frá Breiðdalsvík til Reykjavíkur," sagði Helga Hrönn Melsteð á Breiðdalsvík þegar hún lagði upp í ferðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka