Hrátt frjálshyggju kosningaloforð á sýndarmennskuþingi

Steingrímur J. Sigfússon fyrir miðju með Ellert Schram, formann 60+ …
Steingrímur J. Sigfússon fyrir miðju með Ellert Schram, formann 60+ hjá Samfylkingunni, sér á hægri hönd. Mynd/ÞÖK

Nú standa yfir á Alþingi lokaumræður um almannatryggingar og málefni aldraða og afnám tekjutengingar við atvinnutekjur 70 ára og eldri. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi Samfylkinguna fyrir að gleypa hráa ályktun Landsfundar Sjálfstæðismanna um málið og ekkert væri gert fyrir aðra hópa aldraða en þá langbest settu.

Lögin eiga að öðlast gildi 1. júlí 2007 og sagði formaður Vinstri grænna það vekja sérstaka athygli hvert fyrsta skref nýrrar ríkisstjórnar væri í málefnum eldri borgara og spurði hvort jafnaðarmannaflokkurinn væri stoltur af frumvarpi sínu. „Hvað með þá öldruðu sem ekki geta bætt sína fjárhagsstöðu heilsu sinnar vegna? Það segir sína sögu á hverju er byrjað" sagði Steingrímur og bætti því við að það væri bersýnilega ósanngjarnt að taka einn hóp aldraða út úr. Sá hópur sem ekki fái úrlausn sinna mála í frumvarpinu séu aldraðir öryrkjar sem séu verst setti hópurinn og þurfi á mestri aðstoð að halda.

Steingrímur sagði frumvarpið bera vott um að yfirstandandi þing væri sýndarmennskuþing þar sem frjálshyggjuloforð væru í forgrunni.

Ásta Möller,þingmaður Sjálfstæðisflokks, svaraði orðum Steingríms og sagði vinnu við að lækka skerðingamörk öryrkja og aldraða hafi staðið yfir undanfarin ár og benti á að hópur aldraðra væri afar fjölbreyttur í afar mismunandi aðstæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka