Kosið var í nýtt bankaráð Seðlabankans í dag. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokks voru þau Halldór Blöndal, Hannes Hólmsteinn Gissurason og Erna Gísladóttir skipuð. Fyrir hönd Samfylkingar voru skipaðir Jón Sigurðsson og Jón Þór Sturluson. Ragnar Arnalds situr fyrir hönd Vinstri grænna og Jónas Hallgrímsson fyrir hönd Framsóknarflokksins. Samkvæmt heimildum mbl.is þykir líklegt að Halldór Blöndal verði skipaður formaður ráðsins.