Níu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Tjarnaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi sem auglýst var laust til umsóknar nýlega.
Umsækjendur eru:
Cand. theol. Aðalsteinn Þorvaldsson
Séra Bára Friðriksdóttir
Cand. theol. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir
Séra Carlos A. Ferrer
Séra Elínborg Gísladóttir
Séra Hans Markús Hafsteinsson
Séra Sigfús Baldvin Ingvason
Séra Skírnir Garðarsson
Séra Þórhildur Ólafs
Embættið veitist frá 1. september 2007. Dóms - og kirkjumálaráðherra skipar í embættið til fimm ára að fenginni niðurstöðu valnefndar. Valnefnd skipa níu fulltrúar úr prestakallinu, auk prófasts Kjalarnesprófastsdæmis og vígslubiskups Skálholtsbiskupsdæmis.