Ók torfæruhjóli á kyrrstæðan bíl

Ungur karlmaður var fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi eftir að hann keyrði torfæruhjóli sínu á kyrrstæðan bíl innanbæjar á tíunda tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi fótbrotnaði maðurinn en slapp vel að öðru leyti. Nokkrar skemmdir urðu á bifreiðinni og hjólinu sem var bæði óskráð og ótryggt. Vart þarf að taka fram að ólöglegt er að aka slíkum hjólum á götum bæjarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka