Úðarakerfi í verslun Rúmfatalagersins við Smáratorg í Kópavogi fór í gang í nótt, og er starfsmenn komu til að opna í morgun var þar vatn yfir öllu. Einnig lak vatn inn í verslun Elko, sem er í sama húsi, en í mun minna mæli. Þetta hefur því engin áhrif á starfsemi Elko í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er ekki vitað hvers vegna kerfið fór í gang, en talið er að bilun hafi orðið í því.
Mun vatn hafa flætt yfir allt að 1.500 fermetra svæði. Tíu manns frá slökkviliðinu eru á vettvangi, auk fulltrúa tryggingafélaga.