Vildi gefa lögreglunni radarvarann

Lög­regl­an á Blönduósi hafa verið að prófa nýj­an búnað við hraðamæl­ing­ar í um­dæm­inu að und­an­förnu með góðum ár­angri. Lög­regla seg­ir nýja búnaðinn gera það að verk­um að þeir sem eru með radar­vara í bíl­um sín­um fá ekki aðvör­un þegar þeir nálg­ast lög­regl­una.

Hún seg­ir að ung­ur ökumaður hafi ekki verið sér­lega hress þegar lög­regl­an mældi hann á um 120 km hraða, en hann var á glæ­nýj­um bíl með glæ­nýj­an radar­vara, sem hann bauðst til að gefa lög­regl­unni þar sem hann væri nú orðið frem­ur til­gangs­laust tæki í bíln­um.

„Það slepp­ur eng­inn þó hann sé með radar­vara,“ sagði lög­reglumaður á vakt í sam­tali við mbl.is.

Pilt­ur­inn, sem er tví­tug­ur, á von á að fá um 30.000 kr. sekt. Það má því með sanni segja að það borgi sig að halda sig á lög­leg­um hraða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert