Meðalfjöldi atvinnulausra í maí á Norðurlandi eystra var 280 eða 1,9% af vinnuafli, en var 2% í apríl sl. Í lok mánaðarins voru 318 skráðir atvinnulausir, þar af 211 á Akureyri.
Fram kemur á vef Stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslu í dag að í Norðurþingi voru 28 atvinnulausir, þar af 7 karlar og 21 kona. Utan Norðurþings á félagssvæði stéttarfélaganna voru 28 atvinnulausir, þar af 9 karlar og 19 konur.
Hlutfallslega er atvinnuástandið í Þingeyjarsýslum síst í Langanesbyggð því af þeim 28 sem eru atvinnulausir utan Norðurþings eru 17 skráðir atvinnulausir í Langanesbyggð.