Almennt gott atvinnuástand á svæði Stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Uppskipun á Húsavík á dögunum.
Uppskipun á Húsavík á dögunum. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Meðal­fjöldi at­vinnu­lausra í maí á Norður­landi eystra var 280 eða 1,9% af vinnu­afli, en var 2% í apríl sl. Í lok mánaðar­ins voru 318 skráðir at­vinnu­laus­ir, þar af 211 á Ak­ur­eyri.

Fram kem­ur á vef Stétt­ar­fé­lag­anna í Þing­eyj­ar­sýslu í dag að í Norðurþingi voru 28 at­vinnu­laus­ir, þar af 7 karl­ar og 21 kona. Utan Norðurþings á fé­lags­svæði stétt­ar­fé­lag­anna voru 28 at­vinnu­laus­ir, þar af 9 karl­ar og 19 kon­ur.

Hlut­falls­lega er at­vinnu­ástandið í Þing­eyj­ar­sýsl­um síst í Langa­nes­byggð því af þeim 28 sem eru at­vinnu­laus­ir utan Norðurþings eru 17 skráðir at­vinnu­laus­ir í Langa­nes­byggð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert