Það var góð stemmning í Blóðbankanum í dag og nánast fullt út úr dyrum enda Alþjóða blóðgjafadagurinn. Um 9 – 10 þúsund manns leggja leið sína á ári hverju í Blóðbankann, gefa 450 millilítra af blóði og fá sér svo kaffi og meðlæti á eftir.
Sigríður Ósk Lárusdóttir, deildarstjóri Blóðbankans, segir að í tilefni dagsins sé Blóðbankinn opinn almenningi í dag og boðið verði upp á grillaðar pylsur. Klukkan sex hefst svo Blóðbankahlaupið við Laugardagslaugina. Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim og er að þessu sinni helgaður blóðgjöfum í tengslum við meðgöngu og fæðingar.
Sigríður segir að birgðastaðan sé góð um þessar mundir en oftast vanti blóð í kringum hátíðar og sumarfrí. Einn af blóðgjöfum er Magnús Kristinsson, útgerðarmaður og fjárfestir, kom fyrst í Blóðbankann á menntaskólaárum sínum og hefur gefið blóð reglulega síðan þá.
Aðrir tryggir blóðgjafar lágu á öllum bekkjum Blóðbankans í dag og einn af þeim af þeim er Hjörtur Kristjánsson, en hann hefur gefið blóð allt frá árinu 1974. Hann segir að eftir hverja blóðgjöf líði honum vel því hann viti að með því láti hann gott af sér leiða.