Fíkniefni fundust í Hafnarfirði

Í gær­morg­un var karl­maður á fimm­tugs­aldri hand­tek­inn grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna. Að sögn lög­reglu hafði maður­inn ekið sendi­bif­reið sinni fram af veg­kanti þar sem bif­reiðin sat síðan föst. Vegna ástands hafði viðkom­andi ekki veitt því nægj­an­lega at­hygli að ak­braut­in sem hann ók lauk og við tók úfið hraun og möl.

Við skoðun á mál­inu vaknaði grun­ur lög­reglu um neyslu fíkni­efna og fund­ust efni á öku­mann­in­um. Þar sem lög­regl­an hef­ur haft tíð af­skipti af hon­um und­an­farið fékkst úr­sk­urður fyr­ir leit á heim­ili hans í Hafnar­f­irði. Þar voru þrír ein­stak­ling­ar hand­tekn­ir. Karl­maður á þrítugs­aldri og tvær stúlk­ur önn­ur á þrítugs­aldri og hin aðeins 17 ára. Tals­vert magn af fíkni­efn­um fund­ust á staðnum við leit lög­reglu og einnig íblönd­un­ar­efni og bar hús­næðið merki mik­ill­ar neyslu. Á staðnum fannst einnig ætlað þýfi. Rann­sókn og yf­ir­heyrsl­ur stóðu yfir í gær­kvöldi og lauk í morg­uns­árið.

Yngri stúlk­an verður vistuð á Stuðlum en sú eldri var eft­ir­lýst og hef­ur þegar hafið afplán­un refsi­vist­ar. Karl­mönn­un­um hef­ur verið sleppt úr haldi eft­ir yf­ir­heyrsl­ur. Það er mat lög­reglu að um 170 gr. af ætluðu am­feta­míni hafi fund­ist við þessa aðgerð. Ökumaður­inn var svipt­ur öku­rétt­ind­um tíma­bundið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert