Gunnar í mál við Mannlíf og Ísafold

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs.

Gunn­ar I. Birg­is­son, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, hyggst kæra ný­leg­ar um­fjall­an­ir tíma­rit­anna Mann­lífs og Ísa­fold­ar um hann og tengsl hann við staðinn Gold­fin­ger og ýmis meint spill­ing­ar­mál. Gunn­ar sagði í sam­tali við mbl.is að málið væri í vinnslu hjá lög­manni sín­um.

„Mér finnst ekki hægt að menn fari svona út á rit­völl­inn og reyni að hirða ær­una af mönn­um, án þess að menn geti borið hönd fyr­ir höfuð,“ sagði Gunn­ar og bætti því við að það væri al­var­legt að þetta væri gert í skjóli Baugs.

„Baug­ur gef­ur út þessi tíma­rit ásamt Reyni Trausta­syni. Þeir eru bún­ir að kaupa upp gulu press­una í land­inu til að fá frið sjálf­ir, en síðan láta þeir eins og úlf­hund­ar og ráðast á sak­laust fólk. Spurn­ing­in er hver verður næst­ur,“ seg­ir Gunn­ar.

Gunn­ar seg­ir grein­arn­ar ærumeiðandi fyr­ir sína per­sónu og bygg­ir kær­una á því.

„Ég ætla ekki að láta þá kom­ast upp með þetta,“ seg­ir Gunn­ar og kveðst vera reiðubú­inn að fara eins langt með þetta mál eins og til þarf.

Aðspurður seg­ist hann þekkja Reyni Trausta­son lítið sem ekk­ert og að þeir hafi aðeins einu sinni rætt sam­an. „Ég hef ekk­ert lagt hon­um gott eða illt,“ seg­ir Gunn­ar og tel­ur greini­legt að ein­hver sé að greiða Reyni fyr­ir að hafa af sér ær­una.

Gunn­ar sak­ar póli­tíska and­stæðinga um að leggj­ast svona lágt. Þeir grípi til þess­ara ráða þar sem þeir hafi ekk­ert póli­tískt á sig. Hann seg­ir að það sé lág­kúru­legt að ráðist sé á per­sónu manna líkt og gert hef­ur verið.

Aðspurður um um­fjall­an­ir tíma­rit­anna seg­ir Gunn­ar að um gaml­ar kjafta­sög­ur að ræða. Margt sé logið og í þær bætt.

„Ég er bú­inn að segja það margoft að ég hef farið inn á Gold­fin­ger og er ekk­ert verið að skamm­ast mín fyr­ir það. Þar er lög­leg starfs­semi og annað slíkt. Ég mun hins­veg­ar ekki fara þangað oft­ar það er al­veg ljóst.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert