Hægra megin við 200

Frá Þingvöllum.
Frá Þingvöllum. mbl.is/Ómar

Undanfarið hafa landverðir í þjóðgarðinum á Þingvöllum ítrekað orðið varir við hópa vélhjólamanna sem koma síðla kvölds, fara hratt yfir og safnast saman við þjónustumiðstöð og á bílastæðum innan þjóðgarðsins. Á Þingvöllum eru vélhjól þanin og hraðatakmörk þjóðgarðsins margbrotin í spyrnum með tilheyrandi hávaða og látum fyrir gesti og náttúru þjóðgarðsins, að því er segir á vef þjóðgarðsins.

„Einn landvörður heyrði hvar vélhjólamaður hvatti félaga sinn í gegnum síma að drífa sig til Þingvalla og það tæki ekki langa stund ef hann héldi sig hægra megin við 200.

Líklega telja ökumenn þessara vélhjóla að vegurinn til Þingvalla sé kjörinn til hraðaksturs þar sem hann liggur að stórum hluta vestast í umdæmi lögreglu Árnessýslu og því um langan veg að fara til eftirlits frá Selfossi. Mörk umdæma liggja við Sauðafell skammt vestan við Kjósarskarðsafleggjarann," að því er segir á vef þjóðgarðsins á Þingvöllum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert