Þrjú herskip úr flota Atlantshafsbandalagsins komu til hafnar í Reykjavík í morgun. USS Normandy frá bandaríska flotanum lagði að Skarfabakka og spænska olíutankskipið SPS Patiño við Korngarða í Sundahöfn en FGS Sachsen frá þýska flotanum lagði að Miðbakka í Reykjavíkurhöfn.
Skipin eru hluti af því sem nefnist Standing NATO Maritime Group One og að sögn Michael K. Mahon aðmíráls er markmið þessarar skipalestar að þjálfun í samvinnu NATO landanna í vörnum, friðargæslu og eftirliti á hafi úti.
Skipin verða opin almenningi frá tíu til tvö laugardag og sunnudag en þau láta úr höfn á mánudaginn kemur.
Skipin þrjú eru að komu úr æfingum fyrir utan strendur Norður-Noregs Mahn aðmíráll segir að þessi heimsókn til Íslands sé táknræn fyrir alþjóðlegt samstarf innan NATO til að sýna í verki að NATO tekur varnir allra 26 aðildarríkjanna alvarlega.
Aðmírállinn sem er mikill áhugamaður um sagnfræði og þá sérstaklega styrjaldarsögu vildi heiðra þá sjómenn sem fórust með HMS Hood á grænlandssundi í seinni heimsstyrjöldinni en skipalestin þurfti að hverfa frá þeirri áætlun sökum þoku og hafíss á svæðinu.
Ég spurði Aðmírálinn hvert markmið heimsóknarinnar væri. Hann sagði að hún væri til marks um skuldbindingu NATO við Ísland og að NATO flotinn væri til reiðu fyrir Ísland og væri hér til að sýna það í verki og eyða smá tíma hér vegna þess að Ísland er eitt af aðildarríkjunum.