Kraftaverk kom upp um konuna

Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar mbl.is/Jim Smart

Kona frá Srí Lanka, sem kom til landsins á laugardag á fölsuðu vegabréfi og þóttist vera fötluð, kom illa upp um sig þegar hún stóð upp úr hjólastól sínum til að teygja úr sér þegar hún hélt að enginn sæi til. Blaðið greinir frá þessu í dag.

Grunsemdir höfðu vaknað um að kanadískt vegabréf konunnar væri falsað og henni því haldið á meðan að frekari rannsókn fór fram.

Þegar konan hélt sig eina reis hún upp úr hjólastólnum til að teygja úr sér en athæfið náðist hins vegar á eftirlitsmyndavél.

Grunur landamæravarðanna var síðan staðfestur þegar upplýsingar bárust um að vegabréfinu sem hún framvísaði hefði verið stolið fyrr á árinu.

Hún var dæmd til 30 daga afplánunar í kvennafangelsinu í Kópavogi í gær og verður væntanlega vísað úr landi þegar fangelsisvistinni lýkur.

Sjá nánar í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert