Nicholas Burns heimsækir Alþingi

Sturla Böðvarsson tók á móti Burns í Alþingishúsinu í dag.
Sturla Böðvarsson tók á móti Burns í Alþingishúsinu í dag.

Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, tók í dag á móti Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í Alþingishúsinu. Forseti Alþingis ávarpaði Burns í þingsal og gekk með honum um þinghúsið. Burns ritaði síðan nafn sitt í gestabók Alþingis.

Bandaríski aðstoðarutanríkisráðherrann er staddur hér á landi til viðræðna við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra um tvíhliða samstarf þjóðanna í öryggis- og varnarmálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert