Öskjuhlíðagöng í stað mislægra gatnamóta?

Umferð á Kringlumýrarbraut í Reykjavík.
Umferð á Kringlumýrarbraut í Reykjavík. mbl.is/Ómar

Kynnt var í borg­ar­ráði í dag frum­at­hug­un á mis­læg­um gatna­mót­um og stokka­lausn­um við Miklu­braut og Kringlu­mýr­ar­braut. Borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir vekja at­hygli að form­legt sam­ráð við íbúa hags­munaaðila sé ekki hafið og að kostnaður sé marg­falt hærri en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir. Borg­ar­full­trúi meiri­hlut­ans seg­ir sam­ráð vera næsta skref og kostnaðinn hafa hækkað því for­send­ur hafi breyst.

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir at­hygli vekja að form­legt sam­ráð við íbúa og hags­munaaðila sé ekki enn hafið. Þá seg­ir hann heild­ar­kostnað við mis­læg gatna­mót og stokka­lausn­ir nú 12 millj­arða, en það sé allt að fjór­um sinn­um hærri upp­hæð en ætluð var til mis­lægu gatna­mót­anna á sam­göngu­áætlun sem samþykkt var á vorþingi.

Borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, Gísli Marteinn Bald­urs­son, seg­ir sam­ráð við íbúa og hags­munaaðila hluta af um­hverf­is­mati á fram­kvæmd­inni, en það sé næsta skref. Auk þess hafi hann nú þegar kynnt til­lög­ur meiri­hlut­ans fyr­ir Lands­sam­tök­um hjól­reiðamanna, hverf­is­sam­tök­um Hlíðasvæðis og at­vinnu­rek­end­um í Kringl­unni.

Gísli Marteinn seg­ir fram­kvæmd­ina hafa breyst frá upp­haf­leg­um áætl­un­um. Horfið hafi verið frá mis­læg­um gatna­mót­um og ákveðið að setja 70% um­ferðar við Miklu­braut og 50% um­ferðar við Kringlu­mýra­braut í stokk, með hring­torgi of­anj­arðar þar sem braut­irn­ar mæt­ast. Sú fram­kvæmd sé um­hverf­i­s­vænni og með henni séu „lífs­gæði íbúa met­in um­fram um­ferðaskipu­lag“, en hún hafi jafn­framt í för með sér auk­inn kostnað.

„Að mati Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á nú að kanna mögu­leika á því að leggja fyr­ir­liggj­andi fjár­muni á sam­göngu­áætlun í stokka­lausn­ir á Miklu­braut. Mis­læg gatna­mót geta beðið, en þess í stað á að ráðast í Öskju­hlíðargöng og dreifa þannig um­ferð frá ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um og álagi í gatna­kerf­inu bet­ur,“ seg­ir Dag­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert