Áskorun til þingflokksformanna stjórnmálaflokka á Alþingi frá framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar lsf.
„Í tilefni af umræðum á Alþingi sem staðið hafa yfir um frumvarp til laga um breytingu á almannatryggingalögum skorar framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar lsf á hæstvirt Alþingi að nota tækifærið við þær breytingar sem er verið að gera á almannatryggingalögunum og leiðrétt það óréttlæti sem felst í því þegar aldurstengd örorkuuppbót fellur niður við 67 ára aldur og öryrki flyst af örorkulífeyrir yfir á ellilífeyrir.
Við það eitt að verða 67 ára og fara af örorkulífeyrir yfir á ellilífeyrir geta bætur öryrkjans lækkað um allt að 24.831, - kr. á mánuði," að því er segir í áskorun.