Stemmning á Víkingahátíð á Sauðárkróki

Frá Víkingahátíðinni á Sauðárkróki.
Frá Víkingahátíðinni á Sauðárkróki. mbl/Örn Þórarinsson

Fjölmenni er á Víkingahátíð sem stendur yfir á Sauðárkróki. Hátíðin hófst í gær og lýkur með blóti í kvöld.

Um 130 Víkingar eru þarna samankomnir og auk þess fjölmenna heimamenn og gestir til að fylgjast með því sem fram fer. Á hátíðinni er margvíslegt handverk boðið til sölu og fólk sýnir ýmiss handbrögð við vinnu og leiki. Einnig eru bardagatriði, dans og tónlist á dagskránni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert