Stúdentaráð Háskóla Íslands fagnar samþykkt bæjarráðs Kópavogs um að allir íbúar bæjarins fái frítt í strætó frá næstu áramótum.
Segir í fréttatilkynningu ráðsins að Stúdentaráð og Bandalag íslenskra námsmanna hafi nýverið sent til stjórn Strætó bs. og allra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu erindi þess efnis að stúdentar fengju frítt í strætó að sumri loknu.
Viðbrögðin sem ráðið fékk frá Kópavogsbæ voru að bærinn sæi sér ekki fært að byrja á þessum aðgerðum strax í haust.
Stúdentaráð segir framtakið engu að síður gott og vonar að hin sveitarfélögin fylgi í kjölfarið.