Þakíbúð fyrir 230 milljónir? Skiptar skoðanir meðal fasteignasala

Tölvumynd sem sýnir götumynd Skuggahverfis eftir að framkvæmdum lýkur.
Tölvumynd sem sýnir götumynd Skuggahverfis eftir að framkvæmdum lýkur. mbl.is

eftir Gunnar Pál Baldvinsson

gunnarpall@mbl.is

GLÆSILEG þakíbúð í fjölbýlishúsi 101 Skuggahverfis nýtur eindæma útsýnis til allra átta, staðsetningar rétt við miðbæinn auk nútímalegrar hönnunar. Spurningin er aftur á móti hvort raunhæft sé að meta 312 fermetra íbúð á tæpar 230 milljónir líkt og viðmiðunarverð gerir ráð fyrir.

Skiptar skoðanir eru um þetta meðal fasteignasala sem rætt var við í gær. Sverrir Kristinsson, hjá Eignamiðlun, segir verðið byggjast m.a. á því að jafn glæsilegar íbúðir í þessari hæð og svo nærri miðbænum séu ekki til. Eignamiðlun hefur íbúðirnar til sölu. Sverrir bendir á að íbúðaverð í miðbæjum stórborga Evrópu sé farið að hækka verulega og eðlilegt sé að sú þróun verði einnig hér á landi.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert